Það er ekkert mál að skrá sig án dansfélaga
Salsastöðin býður upp á að skrá sig án dansfélaga. Það virkar þannig að alltaf eru aðilar af báðum kynjum sem skrá sig stakir eða stök á dansnámskeið. Þau mynda í rauninni einn danshóp og ef það er kynjamismunur þá bætum við það upp með dönsurum úr samfélaginu okkar. Síðan parar fólk sig saman en svo með vissu milli bili eru skiptingar þannig að engin dansar við sama dansfélagann allan tímann.
Þetta fyrirkomulag er mjög gott út frá dansinum því alltaf eru einhverjir sem ná danssporunum aðeins betur og það hjálpar þeim sem dansað er við að ná sporunum betur sem hjálpar svo næsta að ná sporinu betur og svo framvegis.